Vill láta reisa Bobby Fischer minnisvarða

Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi Hrafnsson. Árvakur/Sverrir

Björn Ingi Hrafns­son, frá­far­andi borg­ar­full­trúi Fram­sókn­ar­flokks­ins, lagði fram þá til­lögu á borg­ar­stjórn­ar­fundi í dag er hann til­kynnti af­sögn sína, að Bobby Fischer verði reist­ur minn­is­varði við Laug­ar­dals­höll­ina. Samþykkt var með öll­um greidd­um at­kvæðum að veita Birni Inga lausn frá störf­um og tek­ur Óskar Bergs­son því við starfi borg­ar­full­trúa Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Björn Ingi Hrafns­son þakkaði sam­starfs­fólki sínu fyr­ir ánægju­legt sam­starf og gott. Hann óskaði nýj­um meiri­hluta velfarnaðar í starfi. Hann hvatti borg­ar­búa til þess að hugsa þau mál sem upp hafa komið að und­an­förnu og að friður skap­ist um mál­efni borg­ar­inn­ar að nýju.

Björn Ingi seg­ir að sér þyki afar vænt um að hafa náð því fram að frí­stunda­kort voru tek­in upp í Reykja­vík barna­fólki til heilla. 

 Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir þakkaði Birni Inga kær­lega fyr­ir sam­starfið og sagði að það væri miður að hann væri fram­sókn­ar­maður,l hann ætti miklu frek­ar heima í Sjálf­stæðis­flokkn­um. Seg­ist hún hafa verið mjög ánægð með að fara í sam­starf með hon­um á sín­um tíma.

Vil­hjálm­ur Þ. Vil­hjálms­son seg­ir að aldrei hafi borið skugga á sam­starf hans og Björns Inga og þakkaði Birni Inga fyr­ir sam­starfið und­an­far­in ár.

Svandís Svavars­dótt­ir seg­ir að það hafi verið gott að vinna með Birni Inga enda sé hann ástríðustjórn­mála­maður. Seg­ist hún óska fjöl­skyldu Björns Inga til ham­ingju með dag­inn og þá sér­stak­lega Hólm­fríði eig­in­konu Björns Inga fyr­ir að hafa end­ur­heimt hann að nýju úr ólgu­sjó stjórn­mál­anna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert