Borgin kaupir Laugaveg 4 og 6

Reykjavíkurborg hefur keypt Laugaveg 4-6.
Reykjavíkurborg hefur keypt Laugaveg 4-6. Árvakur/Frikki

Reykja­vík­ur­borg og Kaupang­ur ehf. hafa kom­ist að sam­komu­lagi um kaup borg­ar­inn­ar á fast­eign­un­um Lauga­vegi 4 og 6 af Kaupangi. Kaup­in eru í sam­ræmi við til­lögu borg­ar­stjóra á fundi borg­ar­ráðs í gær Húsafriðun­ar­nefnd hef­ur fallið frá ósk um friðun hús­anna.

Reykja­vík­ur­borg gef­ur ekki kaup­verðið upp strax eða fyrr en borg­ar­ráð hef­ur fjallað um samn­ing­inn en samn­ing­ur­inn er gerður með fyr­ir­vara um samþykki borg­ar­ráðs.

Fram kom í frétt­um Útvarps­ins í dag, að gert sé ráð fyr­ir að Reykja­vík­ur­borg þurfi að kosta til 236,4 millj­ón­um króna vegna kaupa á hús­un­um og end­ur­bygg­ing­ar þeirra. Sú tala er áætlaður heild­ar­kostnaður að frá­dregnu áætluðu sölu­verði hús­anna að lok­inni end­ur­bygg­ingu.

Í  til­lögu Ólafs F. Magnús­son­ar, borg­ar­stjóra, í borg­ar­ráði í gær, sagði að viðræður um kaup á hús­un­um væri í sam­ræmi við stefnu­mörk­un nýs meiri­hluta um að standa vörð um 19. ald­ar götu­mynd Lauga­veg­ar. Stefnt sé að því að gera hús­in upp og mark­mið end­ur­bygg­ing­ar­inn­ar verði að viðhalda götu­mynd­inni en stækka jafn­framt það rými sem nýt­ist í versl­un eða aðra þjón­ustu.

Fram kom á blaðamanna­fundi, sem Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, mennta­málaráðherra, hélt nú síðdeg­is, að húsafriðun­ar­nefnd hef­ur fallið frá ósk um að hús­in tvö verði friðuð og er það gert í ljósi þess að borg­in hef­ur keypt hús­in.

Þor­gerður Katrín kallaði eft­ir auknu og bættu sam­starfi húsafriðun­ar­nefnd­ar og skipu­lags­yf­ir­valda í borg­inni þannig að litið yrði á mál heild­stætt. Hún sagðist vita, að á húsafriðun­ar­nefnd væri að senda ráðuneyt­inu er­indi um friðum 10 húsa við Lauga­veg og í ljósi þess væri eðli­legt að þess­ir aðilar fjölluðu um mál­efni göt­unn­ar og miðborg­ar­inn­ar í heild.

Þorgerður Katrín Gunnarssdóttir ræðir við blaðamenn síðdegis í dag.
Þor­gerður Katrín Gunn­arss­dótt­ir ræðir við blaðamenn síðdeg­is í dag. mbl.is/​G. Rún­ar
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert