Ekkert ferðaveður

mbl.is/Guðmundur Karl

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetur fólk til að halda sig heima vegna ófærðar og óveðurs á höfuðborgarsvæðinu en snjóruðningstæki hafa vart undan að hreinsa götur og vegi.

 Lögreglan á Selfossi segir að í þeirra umdæmi sé mjög erfið færð hvort sem er á láglendi eða öðrum vegum og eru ökumenn beðnir um að fara alls ekki af stað nema þá á mjög vel búnum bílum og fjórhjóladrifnum.

Þrengslin eru lokuð. Reykjanesbraut er lokuð. Það er ekki fólksbílafært yfir Hellisheiði samkvæmt upplýsingum lögreglunnar og á mörgum leiðum á Suðurlandsundirlendi er þungfært og ekki fært nema fjórhjóladrifsbílum.

Á Vesturlandi er hálka, snjóþekja, éljagangur og slæm færð á öllum leiðum.

Ófært er á Bröttubrekku og Holtavörðuheiði er þungfær nema fjórhjóladrifsbílum, samkvæmt upplýsingum frá Umferðarstofu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert