Ekkert ferðaveður er á Suðurlandi, Reykjanesi og Vesturlandi. Reykjanesbraut er lokuð. Ófært er á Hellisheiði, á Sandskeiði og í Þrengslum. Á mögum leiðum á Suðurlandsundirlendi er þungfært eða þæfingsfærði.
Á Vesturlandi er hálka, snjóþekja, éljagangur og slæm færð á öllum leiðum. Ófært er á Bröttubrekku og þungfært er á Holtavörðuheiði. Á Vestfjörðum er snjóþekja á flestum leiðum. Snjóþekja og skafrenningur er á Steingrímsfjarðarheiði.
Á Norðurlandi er hálka og hálkublettir en sumstaðar snjóþekja einkum vestan til. Hálka og skafrenningur er á Öxnadalsheiði, Vatnskarði og Þverárfjalli. Á Austurlandi er víðast hált. Öxi er ófær. Á Suðausturlandi er hálka og snjóþekja., samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.