Hundarnir tóku á móti þjófnum

Innbrotsþjófur var handtekinn í Breiðholti í Reykjavík en hann hugðist stela verðmætum úr húsi í hverfinu.  Maðurinn hafði hinsvegar ekkert upp úr krafsinu í það skiptið því þegar inn var komið mættu honum hundar sem tóku að gelta án afláts. 

Við geltið vaknaði eigandi hundanna, fór á fætur og sá þá innbrotsþjófinn í anddyrinu. Sá síðarnefndi tók samstundis til fótanna en húsráðandi hringdi í svæðisstöð lögreglunnar í Breiðholti og tilkynnti um atvikið.

Innbrotsþjófurinn var handtekinn skömmu síðar í þjónustumiðstöð borgarinnar í Mjódd en hún er við hliðina á svæðisstöð lögreglunnar. Í fórum mannsins fundust nokkrir munir sem hann átti erfitt með að gera grein fyrir og leikur grunur á að þeir séu illa fengnir.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert