Magnús Geir stýrir Borgarleikhúsinu

Magnús Geir Þórðarson.
Magnús Geir Þórðarson. mbl.is/Skapti

„Það var einróma niðurstaða stjórnarinnar að ráða Magnús Geir Þórðarson sem næsta leikhússtjóra," segir Inga Jóna Þórðardóttir, formaður stjórnar Borgarleikhússins. Hún kynnti ákvörðun stjórnarinnar fyrir starfsfólki leikhússins í hádeginu í dag og segir fólk hafa tekið tíðindunum vel.

Magnús Geir, sem er fráfarandi leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, mun fljótlega taka til starfa og fara að undirbúa dagskrá næsta leikárs. Starfar hann samhliða Guðjóni Petersen, sem er leikhússtjóri þar til samningur hans rennur út í júlílok. Er Magnús Geir ráðinn til fjögurra ára en Guðjón hefur starfað við leikhúsið í átta ár.

Sjö sóttu um starfið. „Við áttum mjög góðar viðræður við nokkra umsækjendur," segir Inga Jóna og bætir við að stjórnarmönum hafi litist afar vel á það sem Magnús Geir hafði fram að færa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert