Skipuð formaður barnaverndarnefndar að henni forspurðri

Kristín Edwald, hæstaréttarlögmaður, ætlar ekki að taka við formennsku í barnaverndarnefnd Reykjavíkur eftir að hafa verið skipuð í nefndina að henni forspurðri í gær. Þetta kom fram í fréttum Útvarpsins.

Fram kom að Kristín ætlar að gegna formennsku til næsta borgarstjórnarfundar til að koma í veg fyrir neyðarástand í barnaverndarmálum í borginni.

Haft var eftir    Kristínu Hrefnu Halldórsdóttur, framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna, að Kristín Edwald hafi óvart verið skipuð sem formaður nefndarinnar, um hafi verið að ræða handvömm af hálfu þeirra sem skipuðu í barnaverndarnefndina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert