Skipuð formaður barnaverndarnefndar að henni forspurðri

Krist­ín Edwald, hæsta­rétt­ar­lögmaður, ætl­ar ekki að taka við for­mennsku í barna­vernd­ar­nefnd Reykja­vík­ur eft­ir að hafa verið skipuð í nefnd­ina að henni for­sp­urðri í gær. Þetta kom fram í frétt­um Útvarps­ins.

Fram kom að Krist­ín ætl­ar að gegna for­mennsku til næsta borg­ar­stjórn­ar­fund­ar til að koma í veg fyr­ir neyðarástand í barna­vernd­ar­mál­um í borg­inni.

Haft var eft­ir    Krist­ínu Hrefnu Hall­dórs­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóri borg­ar­stjórn­ar­flokks sjálf­stæðismanna, að Krist­ín Edwald hafi óvart verið skipuð sem formaður nefnd­ar­inn­ar, um hafi verið að ræða hand­vömm af hálfu þeirra sem skipuðu í barna­vernd­ar­nefnd­ina.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert