Áhersla á umhverfis- og húsverndarmál

Nýi meirihlutinn í borgarstjórn leggur áherslu á umhverfis- og húsverndarmál, …
Nýi meirihlutinn í borgarstjórn leggur áherslu á umhverfis- og húsverndarmál, segir Vilhjálmur Þ. Vihjálmsson. Árvakur/Kristinn

Helsti mun­ur á meiri­hluta Sjálf­stæðis­flokks og F-lista og meiri­hluta sem Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn myndaði með Fram­sókn­ar­flokkn­um er sá að nýi meiri­hlut­inn legg­ur meiri áherslu á um­hverf­is­mál og hús­vernd­ar­mál en sá sem fór frá völd­um í októ­ber. Þetta sagði Vil­hjálm­ur Þ. Vil­hjálms­son, formaður borg­ar­ráðs, á fundi með sjálf­stæðismönn­um í dag.

Á fund­in­um kom það sjón­ar­mið fram hjá bæði borg­ar­full­trú­um og fund­ar­mönn­um að ímynd stjórn­mál­anna hefði skaðast á þeim átök­um sem hefðu verið um borg­ar­mál á síðustu mánuðum. Vil­hjálm­ur sagði að eina svar Sjálf­stæðis­flokks­ins við þessu væri að stunda heiðarleg vinnu­brögð og láta verk­in tala. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert