Áhersla á umhverfis- og húsverndarmál

Nýi meirihlutinn í borgarstjórn leggur áherslu á umhverfis- og húsverndarmál, …
Nýi meirihlutinn í borgarstjórn leggur áherslu á umhverfis- og húsverndarmál, segir Vilhjálmur Þ. Vihjálmsson. Árvakur/Kristinn

Helsti munur á meirihluta Sjálfstæðisflokks og F-lista og meirihluta sem Sjálfstæðisflokkurinn myndaði með Framsóknarflokknum er sá að nýi meirihlutinn leggur meiri áherslu á umhverfismál og húsverndarmál en sá sem fór frá völdum í október. Þetta sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður borgarráðs, á fundi með sjálfstæðismönnum í dag.

Á fundinum kom það sjónarmið fram hjá bæði borgarfulltrúum og fundarmönnum að ímynd stjórnmálanna hefði skaðast á þeim átökum sem hefðu verið um borgarmál á síðustu mánuðum. Vilhjálmur sagði að eina svar Sjálfstæðisflokksins við þessu væri að stunda heiðarleg vinnubrögð og láta verkin tala. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert