Borgin borgar um 550 milljónir

Reykja­vík­ur­borg þarf að reiða fram að minnsta kosti 550 millj­ón­ir króna fyr­ir fast­eign­irn­ar á Lauga­veg 4 og 6, sam­kvæmt heim­ild­um 24 stunda.

Reykja­vík­ur­borg og Kaupang­ur, eig­andi fast­eign­anna, komust að sam­komu­lagi um kaup borg­ar­inn­ar á fast­eign­un­um í gær.

Nú­ver­andi eig­andi hús­anna keypti þau fyr­ir ári á 250 millj­ón­ir króna og hagn­ast því um að minnsta kosti 300 millj­ón­ir króna á söl­unni.

„Ég ótt­ast að sú leynd sem hvíl­ir yfir þess­um kaup­um bendi til þess að verðið hafi hækkað um­tals­vert frá því sem talað var um í borg­ar­ráði í gær,“ seg­ir Óskar Bergs­son, borg­ar­full­trúi Fram­sókn­ar­flokks­ins. „Þegar öll kurl verða kom­in til graf­ar sýn­ist mér allt benda til þess að fórn­ar­kostnaður borg­ar­inn­ar vegna þess­ara kaupa verði um það bil hálf­ur millj­arður króna.“ Í því sam­hengi vís­ar Óskar til verðsins fyr­ir fast­eign­irn­ar, kostnaðar­ins við að gera þau upp og markaðsvirðis þeirra að því loknu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert