Getum náð þorskstofninum upp

„Vissu­lega hef­ur þorsk­stofn­inn við Ísland verið að veikj­ast á liðnum árum og það er mjög al­var­leg staða. Ég tel þó engu að síður að við stönd­um ekki frammi fyr­ir sama vanda og Kan­ada­menn. Þorsk­stofn­inn þar bók­staf­lega hrundi og það geng­ur lítið sem ekk­ert að ná hon­um upp, þrátt fyr­ir nær al­gjöra friðun í fimmtán ár,“ seg­ir Jó­hann Sig­ur­jóns­son, for­stjóri Haf­rann­sókna­stofn­un­ar­inn­ar.

Þetta seg­ir hann í kjöl­far þeirr­ar staðreynd­ar að stærsti þorsk­stofn ver­ald­ar, við Ný­fundna­land, hrundi í kring­um 1990 í kjöl­far of­veiði og breyt­inga á líf­ríki sjáv­ar­ins. Veiðibann í 15 ár hef­ur ekki dugað til að byggja stofn­inn upp á ný.

„Okk­ur er hollt að horfa til þess sem gerðist í Kan­ada á sín­um tíma og þeirr­ar staðreynd­ar að þorsk­stofn­inn þar nær sér ekki á strik á ný. Mikl­ar rann­sókn­ir þar í landi bein­ast að því að skilja bet­ur or­saka­sam­hengið. Í ljósi þess að þorsk­stofn­inn við Ísland hef­ur verið að veikj­ast, lögðum við til veru­leg­an niður­skurð á veiðiheim­ild­um til að forðast sam­bæri­legt slys. Við telj­um að þannig nái stofn­inn einnig að vaxa á ný, það er að lík­ur verði á auk­inni nýliðun. Aðstæður hér eru auðvitað nokkuð ólík­ar því sem er við Kan­ada. Þar eru sveifl­ur í líf­rík­inu senni­lega enn meiri og nátt­úru­leg af­föll síðustu árin mun meiri en við telj­um að séu hér við eðli­leg­ar aðstæður.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert