„Grafhýsi“ skilið eftir við Laugaveg

„Við fáum eng­in stór fyr­ir­tæki hingað á Lauga­veg­inn á meðan upp­bygg­ing­in er svona,“ seg­ir Borg­hild­ur Sím­on­ar­dótt­ir, kaupmaður í Vinnufata­búðinni á Lauga­vegi 76. Kaup­menn og rekstr­araðilar í ná­grenni Lauga­veg­ar 74 eru orðnir langþreytt­ir á því sem þeir segja aðgerðar- og fram­taksleysi borg­ar­yf­ir­valda í mál­efn­um Lauga­veg­ar­ins í heild. Á Lauga­vegi 74 hef­ur verið op­inn hús­grunn­ur frá því að húsið þar var fjar­lægt fyr­ir tveim­ur og hálfu ári. Grunn­ur­inn er sagður hættu­leg­ur og djúp­ur skurður.

Í gær af­hentu Borg­hild­ur og Gunn­ar Guðjóns­son, kaupmaður í Gler­augnamiðstöðinni á Lauga­vegi 24, bréf sem beint var til Þor­gerðar Katrín­ar Gunn­ars­dótt­ur mennta­málaráðherra og Hönnu Birnu Kristjáns­dótt­ur, for­manns skipu­lags- og bygg­ing­ar­sviðs, um mál­efni göt­unn­ar. Bréf­inu fylgdu und­ir­skrift­ir um 140 aðila sem hags­muna eiga að gæta á Lauga­veg­in­um. „Og nú er kom­in áskor­un frá okk­ur,“ seg­ir Borg­hild­ur. Hún er harðorð um þau vinnu­brögð að flytja húsið nr. 74 í burtu og skilja eft­ir „graf­hýsi“, eins og hún orðar það. „Við hliðina á stóru og virðulegu húsi beint á móti aðal­banka lands­manna, Lands­bank­an­um,“ seg­ir hún.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert