Ólafur: Aðalatriði að ég starfi af heilindum

Ólafur F. Magnússon í Ráðhúsinu.
Ólafur F. Magnússon í Ráðhúsinu. Árvakur/Árni Sæberg

Ólafur F. Magnússon, nýkjörinn borgarstjóri, segist hafa litið svo á að persónulegt líf og heilsufar sitt væri einkamál. Hann þekki engin önnur dæmi um stjórnmálamann sem hafi nánast verið lagður í einelti vegna veikinda.

„Ég lenti í miklu mótlæti og veikindum á síðastliðnu ári og var frá vinnu um skeið. En hef nú um nokkurra mánaða tíma sinnt störfum á ný. Ég hef verið niðurdreginn og leitað mér hjálpar við því. En ég vænti þess að ég og fjölskylda mín þurfum ekki að finna meir fyrir þeim rætnu árásum, lygum og fordómum sem við höfum setið undir.“

Hann segir að á undanförnum dögum hafi allt í senn gerst, að vegið hafi verið að heiðri sínum sem einstaklings, læknis og stjórnmálamanns.

„Aðstandendum mínum hefur ekki verið hlíft í þessari aðför. Þeim finnst illskan í þessu máli keyra um þverbak og ótrúleg ósannindi borin á borð fyrir fólk. Mér finnst tími til kominn að ég njóti skilnings og fordómaleysis vegna veikinda minna. Læknar og stjórnmálamenn þurfa að vera mannlegir. Aðalatriðið er að ég sinni störfum mínum af alúð og heilindum og láti hagsmuni almennings ganga fyrir mínum eigin.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka