Samningar undirritaðir í Sviss

Ingibjörg Sólrún undirritaði samkomulagið fyrir Íslands hönd í Sviss í …
Ingibjörg Sólrún undirritaði samkomulagið fyrir Íslands hönd í Sviss í dag. Árvakur/Frikki

Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra und­ir­ritaði í dag fyr­ir Íslands hönd fríversl­un­ar­samn­ing milli EFTA ríkj­anna og Kan­ada. Und­ir­rit­un­in fór fram í Dav­os í Sviss.

Fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu að samn­ing­ur­inn muni öðlast gildi og koma til fram­kvæmda þegar hann hef­ur verið full­gilt­ur af EFTA ríkj­un­um og Kan­ada. Ut­an­rík­is­ráðherra hef­ur hvatt til þess að full­gild­ing­ar­ferl­inu ljúki sem fyrst.

Fríversl­un­ar­samn­ing­ur EFTA-ríkj­anna og Kan­ada nær til vöru­viðskipta og
sam­kvæmt hon­um verður full fríversl­un með ís­lensk­ar iðnaðar­vör­ur frá
gildis­töku. Í samn­ingn­um eru ákvæði um að taka upp viðræður um þjón­ustu­viðskipti inn­an þriggja ára.

Sam­hliða fríversl­un­ar­samn­ingn­um gerðu EFTA-rík­in tví­hliða land­búnaðarsamn­inga við Kan­ada, sem eru sams kon­ar og aðrir samn­ing­ar sem gerðir hafa verið í tengsl­um við fyrri
fríversl­un­ar­samn­inga.

Samn­ing­ur­inn er sagður vera hag­stæður fyr­ir Ísland. Hann hafi í för með sér niður­fell­ingu tolla á öll­um iðnaðar­vör­um og ýms­um öðrum vör­um sem Ísland fram­leiðir og flyt­ur út. Sem dæmi megi nefna sjáv­ar- og land­búnaðar­af­urðir, úti­vistarfatnað, fiskikör og aðrar vör­ur úr plasti, vog­ir, vél­ar og tæki. Í staðinn veit­ir Ísland Kan­ada toll­frjáls­an aðgang fyr­ir iðnaðar­vör­ur og ákveðnar land­búnaðar­vör­ur.

Samn­ing­ur­inn mun liðka fyr­ir enn frek­ari út­rás ís­lenskra fyr­ir­tækja á Kan­ada­markað. Í því sam­bandi má geta að á síðasta ári var áritaður loft­ferðasamn­ing­ur milli ríkj­anna, sem öðlaðist gildi frá sama tíma. Samn­ing­ur­inn veit­ir ís­lensk­um flugrek­end­um mjög víðtæk rétt­indi til áætl­un­ar­flugs með farþega, far­ang­ur, farm og póst til Kan­ada, milli­lend­ing­ar og áfangastaða utan Kan­ada.

Enn­frem­ur und­ir­ritaði ut­an­rík­is­ráðherra í dag fyr­ir Íslands hönd
yf­ir­lýs­ingu milli EFTA ríkj­anna og Ind­lands um að hefja fríversl­un­ar­viðræður milli ríkj­anna. Á síðasta ári luku EFTA rík­in og Ind­land könn­un­ar­viðræðum þar sem niðurstaðan var sú að mælt var með því að hefja fríversl­un­ar­viðræður milli ríkj­anna sem nái bæði til viðskipta með vör­ur og þjón­ustu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert