Skýr lög um kosningar til sveitarstjórna

Skýrum stöfum segir í lögum um kosningar til sveitarstjórna að kosningarnar skuli fara fram á fjögurra ára fresti. Í lögunum er aðeins veitt heimild til undanþágu frá þessu í tveimur tilvikum, að sögn Sesselju Árnadóttur, fyrrverandi skrifstofustjóra í félagsmálaráðuneytinu, sem unnið hefur skýringar við núgildandi sveitarstjórnarlög. Heimilt er að boða til nýrra kosninga þótt kjörtímabili sé ekki lokið ef sveitarfélög eru sameinuð á miðju kjörtímabili eða ef kosning hefur verið úrskurðuð eða dæmd ógild.

Rætt hefur verið undanfarið um fyrirkomulag kosninga í Reykjavík, eftir tvenn meirihlutaskipti á þremur mánuðum. Sesselja segir að aldrei hafi komið til álita af hálfu stjórnmálamanna að breyta lögunum í þá veru að heimila kosningar með styttra millibili en á fjögurra ára fresti. Menn hafi ekki talið næg rök til þessara breytinga og að betra væri að hafa festu í sveitarstjórnarmálunum. Þá sé haft í huga samræmi í kjörtímabilum milli sveitarfélaga. Sesselja segir að víðast í Evrópu séu í lögum ákvæði um fjögurra ára kjörtímabil í sveitarstjórnarkosningum. Hún segist ekki hafa rannsakað hvort þar séu almennt leiðir til þess að halda kosningar inni á milli.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert