Veðurstofan varar við stormi á öllu landinu í nótt og á morgun. Í dag er hins vegar gert ráð fyrir suðvestan 13-18 m/s og éljagangi á vestanverðu landinu en hægari vindi og léttskýjuðu eystra. Þegar líður á daginn lægir og léttir til í kvöld verður vaxandi suðaustanátt sunnanlands og þá fer einnig að snjóa. Í nótt verður suðaustan 18-23 og slydda eða rigning en á morgun snýst í suðvestan 23-28 með skúrum eða éljum fyrst suðvestan til. Frost verður 0 til 5 stig en í fyrramálið hlánar um allt land.