Björgunarsveitarmenn hafa sinnt hátt í 30 útköllum á Suðurnesjum í dag vegna foks. Gámar, tengivagnar og þakkantar eru á meðal þess sem hafa fokið í dag. Veðrinu hefur hins vegar slotað á Suðurnesjum og er aðgerðum björgunarsveita þar nú lokið.
Ekki er um meiriháttar tjón að ræða og samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu hefur engan sakað.
Mjög hvasst er víða á Norðvesturlandi og hefur björgunarsveitum borist útköll m.a. frá Búðardal, Stykkishólmi og Dalvík.