Ráðist á leigubílstjóra

Ölvuð kona, sem var farþegi í leigubifreið, réðst á leigubifreiðastjórann í Reykjanesbæ skömmu fyrir klukkan hálf þrjú í nótt. Sló hún til hans og endaði með því að bíta hann í handlegginn. Leigubifreiðastjórinn fór á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar. Hann reyndist ekki alvarlegar meiddur. Konan, sem var einn í bílnum, gisti fangageymslur lögreglunnar og bíður yfirheyrslu þegar áfengisvíman er runnin af henni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert