Tafir á millilandaflugi

Hilmar Bragi

Nokkrar tafir urðu á flugi til Keflavíkur vegna veðurs síðdegis í dag. Töf varð á komu véla til landsins og nokkrar flugvélar sem voru á leið til lendingar lentu í erfiðleikum vegna veðurofsans. Þeim tókst þó öllum að lenda en ein flugvél, sem var að koma frá Bandaríkjunum, þurfti að millilenda á Reykjavíkurflugvelli og taka þar eldsneyti þar sem hún gat ekki lent strax í Keflavík.

Þá varð flugvél Iceland Express að millilenda á Egilsstaðaflugvelli í dag en hún lenti síðan í Keflavík um klukkan sex.

Á myndinni sést vél Icelandair koma frá Osló en hún þurfti að hætta við lendingu á austur/vestur brautinni. Fór hún í annað aðflug og lenti vandræðalaust á norður/suður brautinni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert