Vegagerðin varar við því að flughált sé og óveður á Bröttubrekku. Þá má búast við flughálku víða á landinu í dag vegna hlýnandi veðurs. Flughálka er þegar við Hvalnes og eins er flughált í Ísafjarðardjúpi á Steingrímsfjarðarheiði sem og á Ströndum.
Á Suðurlandi er hálka og hálkublettir. Á Vesturlandi er hálka, hálkublettir og þæfingur. Á Holtavörðuheiði er hálka og óveður. Flughálka og óveður er á Bröttubrekku.
Á Vestfjörðum er víða ófært eða þungfært. Á Steingrímsfjarðarheiði er flughálka. Eyrarfjall er lokað. Á Suðurfjörðunum er víðast ófært og óveður og beðið er með snjómokstur vegna veðurs. Flughálka er í Ísafjarðardjúpi og á Ströndum.
Á Norðurlandi er hálka, hálkublettir, snjóþekja, éljagangur og skafrenningur. Á Öxnadalsheiði er hálka.
Á Norðausturlandi er hálka, hálkublettir, snjóþekja, skafrenningur og éljagangur. Þungfært er á Möðrudalsöræfum. Sama er að segja um Vopnafjarðarheiði.
Á Austurlandi er hálka, snjóþekja og skafrenningur. Ófært er á Öxi og á Breiðdalsheiði.Á Suðausturlandi er hálka. Flughálka er við Hvalnes.