Mjög djúp lægð er nú að ganga yfir suðvesturhluta landsins. Gert er ráð fyrir að veðurofsinn nái hámarki þar um hádegi en að veðrið gangi yfir Vestfirði síðar í dag. Áfram verður hvasst um allt land en í nótt og í fyrramálið mun lægja og snúast í 5-10 m/s og él vestanlands. Léttskýjað verður hins vegar austanlands. Hiti verður 0 til 5 stig fram á nótt en síðan verður 0 til 5 stiga frost.