Aðför að persónuvernd ríkisstarfsmanna

SFR-stéttarfélag segist hafa orðið vitni að tilraunum einkafyrirtækja til að komast yfir upplýsingar um heilsufar ríkisstarfsmanna. Stéttarfélagið segir þetta vera alvarlega aðför að persónuvernd einstaklinga og hafnar öllum tilburðum einkafyrirtækja til að safna slíkum upplýsingum kerfisbundið.

Þetta kemur fram í ályktun stéttarfélagsins um kerfisbundnar skráningar á heilsufarsupplýsingum starfsmanna ríkisins.

„Að undanförnu hefur SFR – stéttarfélag orðið vitni að tilraunum einkafyrirtækja til að komast yfir upplýsingar um heilsufar starfsmanna ríkisins. Aðferðin sem þessi fyrirtæki beita er að bjóða stofnunum þjónustu vegna veikindaskráningar starfsmanna. Síðan eru upplýsingarnar sem fyrirtækin safna skráðar kerfisbundið í gagnagrunna. SFR – stéttarfélag lítur það mjög alvarlegum augum að einkafyrirtæki fari óhindrað fram með þessum hætti.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka