Álagningarseðill fasteignagjalda í Reykjavík hefur nú verið birtur í Rafrænni Reykjavík á heimasíðu Reykjavíkurborgar. Þar geta fasteignaeigendur nú nálgast seðilinn á rafrænu formi. Þar er einnig hægt að óska eftir boðgreiðslum við innheimtu fasteignagjalda.
Borgarstjórn Reykjavíkur ákvað 24. janúar sl. að lækka hlutfall fasteignaskatta á íbúðarhúsnæði úr 0,225% í 0,214% vegna ársins 2008.
Reykjavíkurborg sendir um 60 þúsund álagningarseðla til fasteignaeigenda ár hvert og nú eru þeir í fyrsta sinn aðgengilegir á rafrænu formi. Mikil áhersla er lögð á að borgin bjóði upp á
umhverfisvæna þjónustu, og má geta þess að álagningarseðlar verða í ár prentaðir á vottaðan umhverfisvænan pappír.