Bæjarstjórn Akraness boðar til fundar

HB Grandi á Akranesi.
HB Grandi á Akranesi.

Bæj­ar­stjórn Akra­ness hef­ur boðað til fund­ar í dag í bæj­arþingsaln­um. Þeir sem eru boðaðir eru stjórn HB Granda, þing­menn Norðvest­ur kjör­dæm­is og formaður Verka­lýðsfé­lags Akra­ness.

Til fund­ar­ins er boðað vegna áforma stjórn­ar HB Granda um að segja öll­um starfs­mönn­um land­vinnsl­unn­ar á Akra­nesi upp störf­um og í fund­ar­boðinu kem­ur fram að óskað er eft­ir því að stjórn fyr­ir­tæk­is­ins geri grein fyr­ir ákvörðunum sín­um og geri grein fyr­ir framtíðarrekstri fyr­ir­tæk­is­ins á Akra­nesi.

Bæj­ar­ráð Akra­ness kom sam­an til fund­ar í gær vegna máls­ins. Þar sagði Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formaður Verka­lýðsfé­lags Akra­ness, að ef að upp­sög­um Granda á Akra­nesi verður hafi tap­ast um 150 störf frá sam­ein­ingu HB við Granda hf. frá ár­inu 2004. 

Verka­lýðsfé­lagið og trúnaðar­menn starfs­manna HB Granda á Akra­nesi telja að hægt sé að ná fram hagræðingu í rekstri fé­lags­ins með öðrum hætti en kynnt hef­ur verið.

Skoraði bæj­ar­ráð á stjórn HB Granda að end­ur­skoða fyr­ir­hugaðar upp­sagn­ir starfs­manna fyr­ir­tæk­is­ins á Akra­nesi og lýsti því jafn­framt yfir, að bæj­ar­yf­ir­völd séu reiðubú­in til að gera allt sem í þeirra valdi stend­ur til að liðka fyr­ir flutn­ingi á frek­ari starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins til Akra­ness.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert