Kennarar fagna frumvarpi um kennaramenntun

Kennarar á kjaramálaráðstefnu.
Kennarar á kjaramálaráðstefnu. mbl.is/Frikki

Kenn­ara­sam­band Íslands seg­ist taka heils­hug­ar und­ir að tíma­bært sé að efla kenn­ara­mennt­un og gera meist­ara­gráðu eða sam­bæri­leg náms­lok að skil­yrði fyr­ir veit­ingu leyf­is­bréfa kenn­ara við leik­skóla, grunn­skóla og fram­halds­skóla.

Þetta kem­ur fram í um­sögn KÍ til Alþing­is um laga­frum­varp um  mennt­un og ráðningu kenn­ara og skóla­stjórn­enda á þess­um þrem­ur skóla­stig­um.

„Mennt­un­arstigi allra kenn­ara verður ekki breytt á einni nóttu. Hér er verið að horfa ára­tugi fram í tím­ann" seg­ir Ei­rík­ur Jóns­son formaður Kenn­ara­sam­bands­ins, í til­kynn­ingu.   

Seg­ir Kenn­ara­sam­bandið, að með því að gera sömu kröf­ur um mennt­un kenn­ara í leik-, grunn- og fram­halds­skól­um skipi Íslend­ing­ar sér í röð fram­sýn­ustu þjóða í mennt­un­ar­mál­um kenn­ara. Frum­varpið beri vitni um skiln­ing á mik­il­vægi þess að vel sé vandað til upp­eld­is og kennslu yngstu barn­anna og fagn­ar sam­bandið sér­stak­lega ákvæðum frum­varps­ins um lög­vernd­un starfs­heit­is kenn­ara og skóla­stjórn­enda í leik­skól­um.

Þá seg­ir KÍ, að erfiðar aðstæður í skól­um á leik- og grunn­skóla­stigi vegna mann­eklu og óánægju kenn­ara með kjör sín megi ekki spilla fyr­ir því mikla fram­fara­máli sem efl­ing kenn­ara­mennt­un­ar sé. Það sé um­hugs­un­ar­efni að á sama tíma og al­mennt sam­komu­lag virðist vera um að auka þurfi kröf­ur um mennt­un kenn­ara fjölgi stöðugild­um í grunn­skól­um, sem séu á hendi kenn­ara án kennslu­rétt­inda og leik­skóla­kenn­ur­um, fjölgi ekki sem skyldi í leik­skól­um. Yf­ir­völd í land­inu, jafnt fagráðuneyti sem rekstr­araðilar skól­anna, þurfi að snúa þess­ari óheillaþróun við þannig að kenn­ara­starfið sé aðlaðandi kost­ur fyr­ir vel menntað og hæfi­leika­ríkt fólk á öll­um aldri.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert