Rafmagnsbruni í Hvalasafninu

Slökkvilið Húsavíkur var kallað út vegna reyks í Hvalasafni Húsavíkur.
Slökkvilið Húsavíkur var kallað út vegna reyks í Hvalasafni Húsavíkur. mbl.is/Hafþór

Slökkvilið Húsavíkur var kallað út í dag vegna reyks í Hvalasafninu á Húsavík.  Að sögn lögreglunnar á Húsavík var um minniháttar rafmagnsbruna að ræða þar sem mikill hiti kom frá rafmagnsleiðslu og töluverður reykur myndaðist, en eldur náði ekki að verða laus. 

Að sögn lögreglunnar virkuðu brunavarnir vel og starfsfólk safnsins ásamt lögreglu náði tökum á brunanum áður en slökkviliðið kom á staðinn.

Minniháttar skemmdir urðu á loftklæðningu hússins og engar skemmdir á minjum safnsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert