Segir Morgunblaðið hafa gert Ólaf að vígvelli

Dagur B. Eggertsson.
Dagur B. Eggertsson. mbl.is/Kristinn

Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri, sagði í viðtali við Egil Helgason í Silfri Egils í Sjónvarpinu í gær að Morgunblaðið hefði kosið að nota Ólaf F. Magnússon sem skjöld í umræðunni um borgarmálin síðustu daga.

Sagði hann að blaðið treysti sér ekki til þess að ræða kjarna málsins sem væri sá að með því að mynda meirihluta með Ólafi hefði Sjálfstæðisflokkurinn vikið öllum sínum hugsjónum frá og sett borgarstjórastólinn á uppboð. Hann sagði einnig að það hefði orðið að samkomulagi á milli Ólafs og skrifstofustjóra hjá borginni að hann skilaði inn læknisvottorði á sínum tíma.

Sagði Dagur að Morgunblaðið og Sjálfstæðisflokkurinn hefðu gert Ólaf að vígvelli og að hann neitaði að taka þátt í því.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert