Snarpur skjálfti á Reykjaneshrygg

Kort af vef Veðurstofunnar sem sýnir jarðskjálftann í þríriti.
Kort af vef Veðurstofunnar sem sýnir jarðskjálftann í þríriti.

Snarp­ur jarðskjálfti varð á Reykja­nes­hrygg um 17 km suð-suðvest­ur af Ger­fugla­drangi klukk­an 8:28 í morg­un. Skjálft­inn mæld­ist 3,5 stig á Richter. Gunn­ar Gunn­ars­son, sér­fræðing­ur Veður­stof­unn­ar, seg­ir ekki óal­gengt að þetta snarp­ir skjálft­ar verði á svæðinu þar sem þarna séu fleka­skil.

Það sé helst óvenju­legt við þenn­an skjálfta að hann hafi verið stak­ur en ekki hluti af jarðskjálfta­hrinu eins og yf­ir­leitt verði á svæðinu.

Þá seg­ir hann að það geti virkað nokkuð vill­andi að skjálft­inn komi fram á nokkr­um stöðum á jarðskjálfta­kort­um Veður­stof­unn­ar þar sem hann hafi mælst á fleiri en ein­um stað. Ein­ung­is hafi hins veg­ar verið um einn skjálfta að ræða.

Jarðskjálfti varð einnig við land­grunns­brún­ina suðaust­ur af land­inu í gær og mæld­ist hann 3,2 á Richter. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert