Fundi Verkalýðsfélags Akraness með forsvarsmönnum HB Granda var að ljúka þar sem tilkynnt var að stjórn fyrirtækisins hefði á fundi í morgun staðfest fyrri áform sín um að segja öllum starfsmönnum landvinnslunnar á Akranesi upp störfum frá og með 1. febrúar að telja. Eins og fram hefur komið þá er um að ræða 66 starfsmenn en áformað er að endurráða 20.
Með þessari ákvörðun telur Verkalýðsfélag Akraness að HB Grandi hafi brotið um hópuppsagnir og undirbýr verkalýðsfélagið málssókn á hendur HB Granda.
Formaður Verkalýðsfélags Akraness mun eiga fund með lögmanni Alþýðusambands Íslands á morgun þar sem undirbúningur að stefnu á hendur fyrirtækinu vegna brota á áðurnefndum lögum mun eiga sér stað, samkvæmt vef verkalýðsfélagsins.