Stefnt að því að endurráða 20

HB Grandi á Akranesi.
HB Grandi á Akranesi.

Fundi Verka­lýðsfé­lags Akra­ness með for­svars­mönn­um HB Granda var að ljúka þar sem til­kynnt var að stjórn fyr­ir­tæk­is­ins hefði á fundi í morg­un staðfest fyrri áform sín um að segja öll­um starfs­mönn­um land­vinnsl­unn­ar á Akra­nesi upp störf­um frá og með 1. fe­brú­ar að telja. Eins og fram hef­ur komið þá er um að ræða 66 starfs­menn en áformað er að end­ur­ráða 20.  

Með þess­ari ákvörðun tel­ur Verka­lýðsfé­lag Akra­ness að HB Grandi hafi brotið um hópupp­sagn­ir og und­ir­býr verka­lýðsfé­lagið máls­sókn á hend­ur HB Granda.

Formaður Verka­lýðsfé­lags Akra­ness mun eiga fund með lög­manni Alþýðusam­bands Íslands á morg­un þar sem und­ir­bún­ing­ur að stefnu á hend­ur fyr­ir­tæk­inu vegna brota á áður­nefnd­um lög­um mun eiga sér stað, sam­kvæmt vef verka­lýðsfé­lags­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert