Einn svartasti dagur í sögu Akraness

Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, fær sér sæti við fundarborðið á …
Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, fær sér sæti við fundarborðið á Akranesi í kvöld. mbl.is/Sigurður Elvar

Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra, allir þingmenn Norðvesturkjördæmis og forstjóri HB Granda funduðu í kvöld með bæjarstjórn Akraness vegna uppsagna starfsmanna HB Granda á Akranesi. Engin niðurstaða varð af fundinum og segir forseti bæjarstjórnar daginn einn þann svartasta í sögu Akraness.

Fundurinn stóð yfir í um tvær klukkustundir og var farið yfir málin á breiðu sviði. Gunnar Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar, sagði fundinn gagnlegan þó svo að ákvörðun forsvarsmanna HB Granda verði ekki hnekkt.

„Þetta er af mínum dómi einhver svartasti dagur í sögu Akraness. Það er verið að leggja af hundrað ára sögu Akraness sem útgerðar- og fiskvinnslubæjar, að mestu leyti,“ sagði Gunnar að fundi loknum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert