Vill fá stokk frá Kringlumýrarbraut að Rauðarárstíg

Gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar.
Gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. mbl.is/Árni Sæberg

Gísli Marteinn Bald­urs­son borg­ar­full­trúi sagði á fundi sjálf­stæðismanna um borg­ar­mál að mis­læg gatna­mót á mörk­um Miklu­braut­ar og Kringlu­mýr­ar­braut­ar fælu í sér að það yrði byggður stokk­ur sem lægi frá gatna­mót­um Kringlu­mýr­ar­braut­ar að Rauðar­ár­stíg og ann­ar stokk­ur sem lægi frá Miklu­braut að gatna­mót­um við Bú­staðaveg. Kostnaður við þessa fram­kvæmd yrði á bil­inu 11-12 millj­arðar.

Gísli Marteinn sagði að þessi lausn fæli ekki í sér ein mis­læg gatna­mót held­ur væri með henni verið að leysa um­ferðateppu á mörk­um Miklu­braut­ar og Löngu­hlíðar. Þetta myndi leysa svifryks­meng­un sem þarna væri.

Gísli Marteinn sagði að eitt af því sem skildi nýja meiri­hlut­ann frá þeim gamla væri að nýi meiri­hlut­inn viður­kenndi þá staðreynd að flest­ir kysu að nota einka­bíl­inn til að kom­ast á milli staða. Meiri­hlut­inn vildi greiða fyr­ir um­ferð. Eft­ir sem áður yrði að hlúa að öðrum kost­um eins og al­menn­ings­sam­göng­um og um­ferð hjólandi fólks. Þeir sem vildu kom­ast á milli staða án þess að nota einka­bíl­inn yrðu að hafa val­kosti.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert