Aðgerðaáætlun gegn fátækt

Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingarmálaráðherra, hefur skipað starfshóp sem falið verður að vinna aðgerðaáætlun til að sporna gegn fátækt og treysta öryggisnet velferðarkerfisins. Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi, er formaður hópsins.

Starfshópurinn á meðal annars hafa hliðsjón af þeim aðgerðum til að vinna bug á fátækt sem lagðar voru til í skýrslu forsætisráðherra um fátækt á Íslandi og skýrslu forsætisráðherra um fátækt barna og hag þeirra.

Starfshópurinn á  jafnframt að afla sér upplýsinga um skýrslur og rannsóknir sem unnar hafa verið á vegum hagsmunasamtaka, frjálsra félagasamtaka og sérfræðinga varðandi fátækt á Íslandi.

Auk Bjarkar eru í starfshópnum Þórunn Sveinbjörnsdóttir, Helga G. Halldórsdóttir, Vilborg Kristín Oddsdóttir, Gunnar Sandholt og Einar Árnason.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka