Aðgerðaáætlun gegn fátækt

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, fé­lags- og trygg­ing­ar­málaráðherra, hef­ur skipað starfs­hóp sem falið verður að vinna aðgerðaáætl­un til að sporna gegn fá­tækt og treysta ör­ygg­is­net vel­ferðar­kerf­is­ins. Björk Vil­helms­dótt­ir, borg­ar­full­trúi, er formaður hóps­ins.

Starfs­hóp­ur­inn á meðal ann­ars hafa hliðsjón af þeim aðgerðum til að vinna bug á fá­tækt sem lagðar voru til í skýrslu for­sæt­is­ráðherra um fá­tækt á Íslandi og skýrslu for­sæt­is­ráðherra um fá­tækt barna og hag þeirra.

Starfs­hóp­ur­inn á  jafn­framt að afla sér upp­lýs­inga um skýrsl­ur og rann­sókn­ir sem unn­ar hafa verið á veg­um hags­muna­sam­taka, frjálsra fé­laga­sam­taka og sér­fræðinga varðandi fá­tækt á Íslandi.

Auk Bjark­ar eru í starfs­hópn­um Þór­unn Svein­björns­dótt­ir, Helga G. Hall­dórs­dótt­ir, Vil­borg Krist­ín Odds­dótt­ir, Gunn­ar Sand­holt og Ein­ar Árna­son.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert