Benedikt verður stjórnarformaður sjúkratrygginga

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, heil­brigðisráðherra, hef­ur skipað fyrstu stjórn nýrr­ar sjúkra­trygg­inga­stofn­un­ar sem tek­ur að fullu til starfa í haust. Bene­dikt Jó­hann­es­son, fram­kvæmda­stjóri, verður formaður stjórn­ar sjúkra­trygg­inga­stofn­un­ar, sem ætlað er að semja um og kaupa heil­brigðisþjón­ustu fyr­ir hönd heil­brigðisráðuneyt­is­ins.

Stofn­un­in varð til með lög­um sem tóku gildi um ára­mót. Gert er ráð fyr­ir að sjúkra­trygg­ing­ar hefji að fullu starf­semi sína í haust.

Aðrir í stjórn stofn­un­ar­inn­ar eru: Magnús Árni Magnús­son, hag­fræðing­ur, Þórir Har­alds­son, lög­fræðing­ur, Sig­ur­björg Sig­ur­geirs­dótt­ir, stjórn­sýslu­fræðing­ur og Arna Lára Jóns­dótt­ir, stjórn­mála­fræðing­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert