Ökumaður missti stjórn á bíl sínum í dag þar sem hann ók suður Kringlumýrarbraut að Háaleitisbraut í Reykjavík en bensíngjöf bílsins festist í botni. Í stað þess að aka inn á gatnamótin sveigði ökumaðurinn til vinstri og ók þvert yfir akreinarnar til norðurs.
Bíllinn lenti ekki á öðrum bílum, en hafnaði að lokum á verslunarhúsnæði Bræðranna Ormson. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild en var ekki talinn alvarlega slasaður.
Fjörutíu og fjögur umferðaróhöpp hafa orðið á höfuðborgarsvæðinu frá því kl. 15 í gær. Flest óhöppin voru inniháttar og ekki urðu alvarleg slys á fólki.