Borgarstjóri ætlar ekki á höfuðborgarráðstefnu

Ólafur F. Magnússon í Ráðhúsinu.
Ólafur F. Magnússon í Ráðhúsinu. Árvakur/Árni Sæberg

Ólafur F. Magnússon, nýkjörinn borgarstjóri í Reykjavík, hefur tekið þá ákvörðun að sækja ekki höfuðborgarráðstefnu í Stokkhólmi um mánaðamótin. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður borgarráðs, og Hanna Birna Kristjánsdóttir, forseti borgarstjórnar, og Gunnar Eydal, skrifstofustjóri borgarstjórnar, sækja fundinn fyrir hönd Reykjavíkurborgar.

Í tilkynningu frá skrifstofu borgarstjóra segir, að Ólafur vilji frekar einbeita sér að mikilvægum verkefnum, sem bíða á vettvangi borgarinnar og kynna sér mál þar sem hann sé nýtekinn til starfa. Þýðingarmikið sé að skapa festu og góðan vinnufrið hjá Reykjavíkurborg eftir atburði undanfarinna daga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert