Höfnina skal efla

Frá fundi bæjarstjórnar á Akranesi í gærkvöldi sem þingmenn sóttu
Frá fundi bæjarstjórnar á Akranesi í gærkvöldi sem þingmenn sóttu Árvakur/Sigurður Elvar

Bæjarstjórn Akraness skorar á stjórn Faxaflóahafna og stjórn HB Granda að taka upp viðræður um flutning fyrirtækisins til Akraness. Ályktun þess efnis var send út í kjölfar lokaðs aukafundar bæjarstjórnar í gærkvöldi. Jafnframt krefst bæjarstjórn þess að staðið verði við stofnsamning Faxaflóahafna, þar sem kemur m.a. fram að efla eigi Akranes sem fiskihöfn.

Aukafundur bæjarstjórnar var haldinn í kjölfar fundar með þingmönnum Norðvesturkjördæmis, fulltrúum Verkalýðsfélags Akraness og forstjóra HB Granda um uppsagnir allra starfsmanna fyrirtækisins í fiskvinnslunni á Akranesi. Gunnar Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar Akraness, segir að þar hafi gætt togstreitu á milli forstjóra HB Granda og hafnarstjóra Faxaflóahafna. „Þeir voru ekki sammála um hvort hætt hefði verið við flutning upp á Akranes vegna hafnaraðstöðu eða ekki.“

Í ágúst síðastliðnum óskaði stjórn HB Granda eftir að Faxaflóahafnir flýttu gerð landfyllingar og hafnargarðs auk þess að úthluta lóðum undir fiskiðjuver, en áður hafði stjórn fyrirtækisins ákveðið að sameina alla landvinnslu félagsins á botnfiski í einu fiskiðjuveri á Akranesi

Stjórn HB Granda féll frá þeim fyrirætlunum í september þar sem Faxaflóahafnir töldu ekki fært að verða við öllum óskum fyrirtækisins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert