Kaskó getur fallið úr gildi á lokuðum vegi

Hellisheiði var tvívegis lokað um helgina vegna óveðurs en líkt og oft áður var nokkuð um að ökumenn tækju ekkert mark á lokuninni heldur legðu ótrauðir á heiðina. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi er umferð um heiðina bönnuð ef lögreglubíll lokar veginum, t.d. þegar honum er lagt á veginn með blikkandi ljósum. Ef bíl er ekið framhjá slíkri lokun fellur kaskótrygging ökutækja úr gildi.

Að sögn Páls Halldórssonar, rekstrarstjóra Vegagerðarinnar á Selfossi, var Hellisheiði lokað á föstudagsmorgun og hún ekki opnuð aftur fyrr en á laugardagsmorgun. Á sunnudagsmorgun var heiðinni aftur lokað vegna óveðurs. Þetta hafi strax verið tilkynnt á netinu og á skiltum beggja vegna heiðarinnar. Raunar eru tvö skilti vestanmegin, við Rauðavatn og Litlu kaffistofuna. Nokkrir ökumenn létu sér ekki segjast, þ.ám. ökumaður jepplings sem hugðist aka austur yfir heiðina seinnipart föstudag og lenti í því slæma óhappi að aka á pallbíl frá Vegagerðinni sem var lagt á Suðurlandsveg í Svínahrauni með gul blikkandi ljós. Að sögn Páls var orsökin ekki slæmt skyggni heldur ók ökumaðurinn of hratt miðað við aðstæður. Vegagerðarmaðurinn slasaðist á hendi en enginn í jepplingnum slasaðist. Í þessu tilviki var lögreglubíl ekki lagt fyrir veginn, að sögn Páls. Ástæðan var sú að lögreglan hafði ekki mannskap.

Samkvæmt upplýsingum frá Sjóvá og Tryggingamiðstöðinni fellur kaskótrygging ökutækja úr gildi þar sem bannað er að aka ökutæki og tengsl eru á milli ástæðu þess að vegurinn er lokaður og óhappsins. Verði ökumaður eða farþegar fyrir áverkum er tjón vegna þess bætt úr ábyrgðartryggingu ökutækja. Hafi ökumaður sýnt af sér stórkostlegt gáleysi getur hann fyrirgert rétti sínum til bóta.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert