Siglt á norðurslóðum: Lega Íslands skýrir áhuga Kínverja

„Ég er að leggja saman tvo og tvo. Ég hef engar beinar sannanir fyrir þessu,“ segir Robert Wade, prófessor við London School of Economics og sérfræðingur í málefnum Kína. Hann telur mikinn áhuga kínverskra stjórnvalda á Íslandi vera tilkominn vegna mikilvægi legu Íslands ef siglingaleiðin yfir Norðuríshafið opnaðist á milli Norður-Kyrrahafs og Norður-Atlantshafs. Hann segir Kínverja hafa mikinn hag af því ef siglingaleiðin opnast þar sem það muni stytta siglingarleiðina á milli Kína og Evrópu annars vegar og Norður Ameríku hins vegar.

Leggur saman tvo og tvo

Góð staðsetning

„Ráðstefnan leiddi í ljós að Ísland er mjög vel staðsett fyrir umskipunarhöfn ef siglingaleiðin þvert yfir Norður-Íshafið frá Norður Kyrrahafi opnast þar sem Ísland gæti þjónað flutningum bæði til austurstrandar Norður-Ameríku og til Evrópu,“ segir Ragnar Baldursson, starfsmaður Auðlinda- og umhverfisskrifstofu utanríkisráðuneytissins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert