Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, hefur tekið sæti á Alþingi sem varamaður Þorgerðar K. Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra, sem er erlendis í opinberum erindum. Rósa skrifaði í dag undir drengskaparheit að stjórnarskrá Íslands.