Uppsagnir í bolfiskvinnslu ná til 300 starfsmanna

mbl.is/Halldór

Ein­ar K. Guðfinns­son, sjáv­ar- og land­búnaðarráðherra, sagði á Alþingi í dag að upp­sagn­ir í bol­fisk­vinnslu nái til um 300 starfs­manna á yf­ir­stand­andi fisk­veiðiári en þær séu sum­ar tíma­bundn­ar og  sum­ar komi ekki til fram­kvæmda fyrr en síðar á ár­inu.

Ein­ar sagði einnig, að upp­sagn­ir í sjáv­ar­út­vegi væru ekki nýtt fyr­ir­bæri. Störf­um í fisk­veiðum hefði á ár­un­um 1998-2005 fækkað um nærri 2300 og í fisk­vinnslu um 1600. Hér væru á ferðinni skipu­lags­breyt­ing­ar, sem stöfuðu að mestu leyti af tækni­væðingu.

Krist­inn H. Gunn­ars­son, þingmaður Frjáls­lynda flokks­ins, hóf umræðu utan dag­skrár á Alþingi um málið og sagði m.a., að augu al­menn­ings séu að opn­ast fyr­ir því hversu al­var­leg staðan er í mörg­um byggðum lands­ins. Veiðiheim­ild­ir muni sóp­ast á hend­ur fárra fyr­ir­tækja og störf­in hverfa í hverju þorp­inu á fæt­ur öðru eins og dögg fyr­ir sólu og fólkið á eft­ir þeim.

Sagði Krist­inn m.a. að sjáv­ar­út­vegs­ráðherra ætti nú þegar að auka þorskveiðina um 40 þúsund tonn. Það væri eina mót­vægisaðgerðin sem komi í veg fyr­ir hrun á lands­byggðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert