Vilja banna nektarsýningar

Þingmenn vilja leggja algert bann við nektarsýningum hér á landi.
Þingmenn vilja leggja algert bann við nektarsýningum hér á landi.

Fjór­ir þing­menn VG hafa lagt fram frum­varp á Alþingi um að felld verði brott und­anþágu­heim­ild til nekt­ar­sýn­inga í at­vinnu­skyni á veit­inga­stöðum og eft­ir standi al­gjört bann við því að bjóða upp á nekt­ar­sýn­ing­ar.

Kol­brún Hall­dórs­dótt­ir er fyrsti flutn­ings­maður frum­varps­ins. Seg­ir í grein­ar­gerð með til­lög­unni, að sér­fræðing­ar um kyn­ferðisof­beldi hafi bent á að í skjóli nekt­ar­dansstaða þríf­ist í mörg­um til­fell­um eit­ur­lyfja­sala og vændi, auk þess sem erfitt sé að ganga úr skugga um hvort þær stúlk­ur sem starfi á slík­um stöðum séu neydd­ar til starf­ans eður ei.

Þá seg­ir, að í ljósi þess að lík­ur séu á að vændi og man­sal þríf­ist í skjóli nekt­ar­dansstaða sé erfitt að finna rök fyr­ir því að lög­in veiti heim­ild til und­anþágu frá al­mennu regl­unni um að nekt­ar­sýn­ing­ar skuli óheim­il­ar á veit­inga­stöðum. Ástæðan fyr­ir bann­inu á sín­um tíma hafi verið, að nýta það í bar­átt­unni gegn vændi og man­sali en und­anþágu­ákvæðið stríði óneit­an­lega gegn því meg­in­mark­miði.

Til­lag­an í heild

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert