Lögreglan á Suðurnesjum mun í dag fara fram á framlengingu farbanns yfir pólskum manni sem talinn er hafa ekið af gáleysi á fjögurra ára dreng í Reykjanesbæ fyrir tveimur mánuðum, með þeim afleiðingum að hann lést.
Krafan um framlengingu farbannsins er meðal annars grundvölluð á því að beðið er eftir rannsóknarniðurstöðum úr DNA greiningu.Verði farbannið ekki framlengt er maðurinn frjáls ferða sinna og getur farið úr landi.
Fjöldi vitna hefur verið kallaður fyrir hjá lögreglu vegna málsins, en vonast er til að rannsókn þess fari senn að ljúka. Þegar öll gögn liggja fyrir kemur í ljós hvort ákært verður.