Al Jazeera sýnir viðtal við Ólaf Ragnar

Frá útsendingarherbergi Al-Jazeera í Katar.
Frá útsendingarherbergi Al-Jazeera í Katar. Reuters

Ar­ab­íska sjón­varps­stöðin Al Jazeera mun á laug­ar­dag­inn senda út hálf­tíma viðræðuþátt með for­seta Íslands Ólafi Ragn­ari Gríms­syni. Þátt­ur­inn verður send­ur út á ar­ab­ískri rás stöðvar­inn­ar klukk­an 14 að ís­lensk­um tíma.

Þátt­ur­inn var tek­inn upp í höfuðstöðvum sjón­varps­stöðvar­inn­ar í Doha í Kat­ar við lok op­in­berr­ar heim­sókn­ar for­seta Íslands til lands­ins í síðustu viku. 

Áætlað er að rúm­lega 50 milj­ón­ir manna horfi reglu­lega á hina ar­ab­ísku út­gáfu stöðvar­inn­ar. Ensk út­gáfa henn­ar hef­ur á skömm­um tíma orðið ásamt CNN og BBC ein áhrifa­rík­asta sjón­varps­stöð í ver­öld­inni en hún sést m.a. í breiðvarpi Sím­ans.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá for­seta­skrif­stof­unni er í viðtal­inu við Ólaf Ragn­ar m.a. fjallað um lofts­lags­breyt­ing­ar, einkum á norður­slóðum, nauðsyn nýrr­ar orku­stefnu sem legg­ur áherslu á nýt­ingu hreinna orku­linda, fram­boð Íslands til ör­ygg­is­ráðs SÞ og þróun mála í Miðaust­ur­lönd­um, stöðu Ísra­els og Palestínu, sam­búð ólíkra menn­ing­ar­heima og trú­ar­bragða, deil­urn­ar um dönsku skopteikn­ing­arn­ar og mót­mæli múslima gegn þeim, nauðsyn á gagn­kvæm­um skiln­ingi og bætt­um sam­skipt­um þjóða heims og tæki­færi sem smærri ríki eins og Ísland og Kat­ar og Abu Dhabi hafa til að styrkja stöðu sína með því að efna til sam­eig­in­legra verk­efna á mörg­um sviðum.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert