Átelja ríkisstjórnina vegna kjaraviðræðna

Frá fundi fulltrúa ASÍ og ríkisstjórnarinnar
Frá fundi fulltrúa ASÍ og ríkisstjórnarinnar Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Stjórn Stéttarfélags Vesturlands átelur ríkisstjórn Íslands harðlega fyrir að taka ekki fagnandi þeim sameiginlegu tillögum, sem ASÍ félögin lögðu fram í skattamálum og harmar að það tækifæri sem í þeim fólst skuli ekki hafa verið gripið.

„Stjórn félagsins telur það vera augljóst að leiðin til að bæta kjör þeirra sem lægst laun hafa í samfélaginu verði að vera á sameiginlegri ábyrgð samtaka launafólks, atvinnurekenda og ríkisvaldsins. Þar ber ríkisvaldið ekki hvað minnsta ábyrgð.

Stjórn Stéttarfélags Vesturlands hvetur samningsaðila til að koma nú að samningaborðinu af fullri alvöru, þannig að þolinmæði launafólks verði ekki misboðið og til átaka komi á vinnumarkaði. Eftir því sem kjaraviðræður dragast meira á langinn verður sú spurning áleitnari hvort ekki beri með einhverjum hætti að tryggja það að gildistími samninga verði frá þeim degi er síðustu samningar runnu út. Atvinnurekendur eiga ekki að hagnast á því að draga kjaraviðræðurnar á laginn," að því er segir í ályktun Stéttarfélags Vesturlands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert