Borgarbyggð skammar Reykjavík

Borgarnes.
Borgarnes.

Byggðaráð Borgarbyggðar samþykkti á fundi í morgun bókun þar sem borgarstjórn Reykjavíkur er hvött til að sýna stefnufestu og ábyrgð við stjórn fyrirtækja í sameiginlegri eigu Borgarbyggðar, Reykjavíkur og annarra sveitarfélaga.

„Það er ólíðandi, bæði fyrir meðeigendur Reykjavíkur sem og starfsfólk viðkomandi fyirrtækja, að skipt skuli hafa verið um fomann stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur 5 sinnum og stjórnarformann Faxaflóahafna 3 sinnum á innan við tveimur árum í krafti meirihlutaeignar Reykjavíkurborgar í fyrirtækjunum," segir í bókuninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert