Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið rannsókn á máli sem upp kom við Laugarnesskóla í byrjun janúar þar sem talið var að reynt hefði verið að nema á brott 8 ára stúlku sem er nemandi í skólanum. Lögreglan hefur ákveðið að aðhafast ekki frekar í málinu þar sem sýnt þykir að atburðurinn hafi ekki átt sér stað.
Málið vakti mikinn óhug í hverfinu en stúlkan sagði þrjá menn á grænum bíl hafa reynt að ná sér upp í bílinn án árangurs.
Sigríður segir alla foreldra hafa verið látna vita af niðurstöðunni en segir mikilvægt að vera alltaf vakandi, forvarnir byrji heima.
Hvað vantar upp á?