Hálka er á Hellisheiði og í Þrengslum og víðast hvar á Suðurlandi.
Þá er hálka á flestum leiðum á Vesturlandi og skafrenningur á Fróðárheiði.
Stórhríð er nú á norðanverðum Vestfjörðum, víða komin þæfingsfærð og tæpast ferðaveður.
Á Norðurlandi er víða hálka og farið er að snjóa með norðausturströndinni.
Á Austurlandi er hálka á flestum leiðum til landsins en hálkublettir með ströndinni.