Impregilo krefst 1,2 milljarða í endurgreiðslu

Frá byggingu Kárahnjúkavirkjunar.
Frá byggingu Kárahnjúkavirkjunar.


Ítalska verk­taka­fyr­ir­tækið Impreg­i­lo hef­ur stefnt fjár­málaráðherra, fyr­ir hönd ís­lenska rík­is­ins, til end­ur­greiðslu of­tek­inna skatta vegna gerðar Kára­hnjúka­virkj­un­ar. Fram kom í frétt­um Sjón­varps­ins, að þetta væri stærsta end­ur­greiðslukrafa sem gerð hafi verið á hend­ur rík­inu en hún nem­ur rúm­um 1200 milj­ón­um króna auk vaxta.

Impreg­i­lo krefst þess að fá end­ur­greidd op­in­ber gjöld, sem fyr­ir­tækið greiddi fyr­ir starfs­menn tveggja starfs­manna­leigna vegna vinnu við Kára­hnjúka. Málið kem­ur til í fram­haldi af dómi Hæsta­rétt­ar í sept­em­ber sl., en rétt­ur­inn komst að þeirri niður­stöðu að starfs­manna­leig­urn­ar teld­ust launa­greiðend­ur hinna út­leigðu starfs­manna og Impreg­i­lo hefði því ekki borið skylda til að standa skil á staðgreiðslu vegna launa þeirra.

Garðar Valdi­mars­son, lögmaður Impreg­i­lo, úti­lok­ar ekki að fleiri mál verði höfðuð, s.s. vegna efti­r­álagðra gjalda á Impreg­i­lo vegna starfs­mann­anna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert