Konur bjóðast til að setjast í stjórnir fyrirtækja

Konur bjóða sig fram til stjórnarsetu í stærstu fyrirtækjum landsins, …
Konur bjóða sig fram til stjórnarsetu í stærstu fyrirtækjum landsins, sem mörg eru skráð í Kauphöll Íslands.

Auglýsing mun á morgun birtast í helstu dagblöðum landsins þar sem verða nöfn yfir 100 kvenna, sem lýsa sig reiðubúnar til að að setjast í stjórnir stærstu fyrirtækja landsins. Er þetta gert í tilefni af því, að framundan er tími aðalfunda og stjórnarkjörs í fyrirtækjunum. 

Það eru stjórnir Félags kvenna í atvinnurekstri og LeiðtogaAuða, sem standa fyrir þessu framtaki. Stærstu fyrirtækjum landsins verður einnig sent bréf þar sem þau eru hvött til að setja konur á dagskrá við tilnefningu í stjórnir og er minnt á, að konur hafi verið í innan við 10% stjórnarsæta í íslenskum fyrirtækum árum saman.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert