Konur bjóðast til að setjast í stjórnir fyrirtækja

Konur bjóða sig fram til stjórnarsetu í stærstu fyrirtækjum landsins, …
Konur bjóða sig fram til stjórnarsetu í stærstu fyrirtækjum landsins, sem mörg eru skráð í Kauphöll Íslands.

Aug­lýs­ing mun á morg­un birt­ast í helstu dag­blöðum lands­ins þar sem verða nöfn yfir 100 kvenna, sem lýsa sig reiðubún­ar til að að setj­ast í stjórn­ir stærstu fyr­ir­tækja lands­ins. Er þetta gert í til­efni af því, að framund­an er tími aðal­funda og stjórn­ar­kjörs í fyr­ir­tækj­un­um. 

Það eru stjórn­ir Fé­lags kvenna í at­vinnu­rekstri og Leiðtoga­Auða, sem standa fyr­ir þessu fram­taki. Stærstu fyr­ir­tækj­um lands­ins verður einnig sent bréf þar sem þau eru hvött til að setja kon­ur á dag­skrá við til­nefn­ingu í stjórn­ir og er minnt á, að kon­ur hafi verið í inn­an við 10% stjórn­ar­sæta í ís­lensk­um fyr­ir­tæk­um árum sam­an.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka