Með drif á öllum

00:00
00:00

Fyrsta mót Meist­ara­deild­ar VÍS í hestaíþrótt­um hefst á morg­un í Ölfus­höll. Þar munu marg­ir af bestu knöp­um og reiðskjót­um lands­ins etja kappi hver við ann­an og er til mik­ils að vinna, en heild­ar­verðlaun­in nema rúm­um þrem­ur og hálfri millj­ón kr.

Á blaðamanna­fundi sem fram fór á Kjar­vals­stöðum í dag sýndu efstu knap­ar frá síðasta keppn­is­tíma­bili sín­ar bestu list­ir. Auk þess voru sam­s­starfs­samn­ing­ar við helstu kost­un­araðila und­ir­ritaðir og heimasíða keppn­inn­ar, www.meist­ara­deild­vis.is, form­lega opnuð.

Bú­ist er við hörku­keppni, en meðal keppn­is­greina er fjór­gang­ur, tölt og 150 metra skeið.

Fyrsta mótið hefst á morg­un kl. 19:30, og fer fram í Ölfus­höll sem fyrr seg­ir. Síðasta mótið fer svo fram 24. apríl nk.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert