Veðurspá hjá Sigga eftir pöntunum

mbl.is

Það er ekkert heilagt í veðurspánum hjá veðurfræðingnum Sigurði Þ. Ragnarssyni, sem gengur stundum undir nafninu Siggi stormur, en hann afgreiðir veðurspár eftir pöntunum eins og sást glöggt í veðurfréttum Stöðvar 2 á þriðjudagskvöldið.

Þar birtist skíðasvæðið Wagrain á veðurkortinu en Sigurður segir að það fái að birtast stöku sinnum, einfaldlega vegna þess að hópur áhorfenda hafi óskað eftir því.

„Þannig er að það er skíðahópur að fara til Wagrain í Austurríki og þetta fólk hefur verið mjög duglegt að hringja í mig og biðja mig um að vera með veðurhorfur fyrir þetta svæði. Þannig að ég hef gert þetta svona þriðja til fjórða hvern dag að hleypa því að.“

Viðrar vel til loftárása

„Hópar sem eru að fara eitthvað hafa sérstaklega haft samband. Ég hef fengið beiðni um spá fyrir Írak til að fylgjast með hvort þar væri sprengjuveður og ég hef sýnt Írak. Við eigum kort fyrir allan heiminn, við eigum kort fyrir Afríku, Suður-Ameríku, Antarktíku og Ástralíu.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert